Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Ásgeirsson, jarlsskáld

(10. öld)

Foreldrar: Ásgeir rauðfeldur Herjólfsson að Brekku í Svarfaðardal og kona hans Þórhildur Skinna-Bjarnardóttir, systir MiðfjarðarSkeggja. Skáld gott og garpur.

Kunnastur af níði sínu um Hákon Hlaðajarl.

Kona: Auður Þórðardóttir, af ætt Þrasa gamla, en talinn er Þorleifur hafa búið að síðustu að Höfðabrekku í Mýrdal. Af honum er sérstakur þáttur (sjá og Svarfd. og Landn.). Sumt kveðskapar hans er í þessum ritum, Í Heimskr. og í Sn.-E. AM.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.