Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Árnason

(– – 1433)

Sýslumaður að Auðbrekku og Vatnsfirði.

Foreldrar: Árni að Auðbrekku Einarsson (prests á Breiðabólstað í Vesturhópi, Hafliðasonar) og kona hans, er verið hefir nákomin Hákoni í Víðidalstungu Gizurarsyni (sumir seinni tíma menn telja hana Guðnýju, laundóttur Hákonar). Var um tíma (til 1406) staðarhaldari á Grenjaðarstöðum. Er orðinn sýslumaður í Hegranesþingi 1415. Fór (líkl, 1420) utan að boði konungs, átti sjálfur skip í förum; var þá ræntur miklum fjárhlut.

Hefir (með hirðstjóra) verið kjörinn erindreki af alþingi á fund konungs, líkl. 1420. Mun hafa haft sýslur um Vestfjörðu.

Auðmaður hinn mesti og höfðingi.

Kona (1405). Kristín (Vatnsfjarðar-Kr.) (d. 1458) Björnsdóttir Jórsalafara, ekkja Jóns Guttormssonar, skörungskona.

Börn þeirra: Árni í Fagradal, Björn hirðstjóri ríki, Einar hirðstjóri norðan og vestan, Solveig átti Orm hirðstjóra Loptsson, síðar fylgikona síra Sigmundar Steinþórssonar, Helga eldri átti Guðmund ríka Arason að Reykhólum, Helga yngri átti Skúla Loptsson hins ríka, Guðný átti Eirík Loptsson á Grund (Dipl. Isl.; Isl. Ann.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.