Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Árnason

(1630–5. okt. 1713)

Prestur,

Foreldrar: Árni lögréttumaður Daðason að Ásgeirsá og kona hans Elín Pétursdóttir í Vík á Svalbarðsströnd, Magnússonar.

Ólst upp hjá ömmusystur sinni, Rannveigu Jónsdóttur á Háeyri. Lærði í Hólaskóla, var síðan 4 ár djákn á Reynistað. Var í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar frá 1655, fekk Kálfafell í nóv. 1659, vígðist 27. s.m., lét þar af prestskap 1707, en átti þar heima til æviloka. Vann lýrittareið fyrir galdraáburð á alþingi 1678.

Varð prófastur í Skaftafellsþingi 1697; fóru honum prófastsdómar illa úr hendi, og sagði hann af sér þessu starfi 1702. Fekk umboð byskupstíunda í prófastsdæmi sínu 1699.

Þýddi: Joh. Arndt: Sannur kristindómur („Verus christianismus“), pr. í Kh. 1731–2, og Paradísaraldingarð eftir sama (sjá Lbs.). Samdi annál, og hefir hann glatazt.

Kona (1666): Guðlaug (f. um 1643) Þórðardóttir prests að Kálfafelli, Guðmundssonar,

Börn þeirra: Þórður klausturhaldari að Kirkjubæjarklaustri, síra Bjarni að Kálfafelli, Kristín f. k. Eiríks stúdents Jónssonar að Hoffelli, Páll (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.