Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Sæmundsson

(– – 1590)

Prestur. Er talinn hafa verið prestur í Hofsþingum. Var dæmdur frá prestskap 1579 fyrir að hafa ljóstrað upp skriftamáli. Fekk síðar Knappsstaði og hélt til æviloka, bjó í Holti í Fljótum, líkl. sá, sem fær ölmusupeninga 1586, 1589–90.

Kona talin: Guðný Gunnarsdóttir í Tungu (og getur það tæplega tímans vegna verið Gunnar Ormsson, en er þó hugsanlegt).

Börn þeirra talin: Jón á Skeiði, Sigríður átti Jón Eiríksson að Reykjarhóli, Pétur átti Valdísi Héðinsdóttur (þ. e. Úlfhéðinsdóttur frá Járngerðarstöðum, Helgasonar), og er af dóttur þeirra Stóra-Brekkuætt (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.