Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Sæmundsson

(1.nóv. 1749–4. júlí 1808)

Prestur.

Foreldrar: Síra Sæmundur Jónsson á Stað í Kinn og kona hans Gróa Þorleifsdóttir prests að Múla, Skaftasonar. Tekinn í Hólaskóla 1763, varð stúdent 16. maí 1770, vígðist 16. okt. 1774 aðstoðarprestur föður síns, bjó að Fremsta Felli, fluttist að Stað 1789, fekk veiting fyrir prestakallinu 13. ág. 1790, eftir lát föður síns, og hélt til æviloka. Andaðist á Ófeigsstöðum (með því að aðstoðarprestur hans bjó á Stað). Vænlegur álitum og gæflyndur, kennimaður góður, en mikill drykkjumaður og mjög fátækur.

Kona 1 (24, apr. 1773): Þóra (d. 11. mars 1802) Ketilsdóttir prests í Húsavík, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Eiríkur á Stað í Kinn, Bjarni vinnumaður að Hofi á Flateyjardal, Einar ókv. og bl.,

Kona 2 (1803): Björg (d. 1852, 87 ára) Jónsdóttir, Nikulássonar; áttu 2 sonu, og komust þeir eigi upp (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.