Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Svartsson hinn auðgi

(1307–1380)
. Bóndi á Reykhólum. Faðir: Svartur á Reykhólum Þorleifsson Fagurdæls, Guðmundssonar skálds, Svertingssonar skálds í Fagradal, síðar í Hvammi í Dölum, Þorleifssonar skeifu, Þormóðssonar Skeiðagoða. Kona Þorleifs Fagurdæls hefir verið dóttir Gunnsteins Hallssonar og Ingvildar systur Skarðs-Snorra Narfasonar; þannig komust Reykhólar í ætt Þorleifs Fapurdæls. Þorleifur Svartsson bjó á Reykhólum. Kona 1 hefir verið: Katrín (gift í Haga 1330, drukknaði 1363) Filippusdóttir, Loftssonar, Gíslasonar. Börn Þeirra: Filippus, Ólafur tóni, Svartur, Þórður eldri. Kona 2: (ókunn). Sonur þeirra: Þórður yngri, faðir Þorleifs, föður þeirra, Gamla, Ingimundar, Jóns, Ljóts og Þórðar. Launson Þorleifs: Kolbeinn, faðir Odda, föður Magnúss á Grýtubakka (Annálar; Bps. bmf. 1; Dipl. Isl.) (SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.