Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Skaftason

(9. apr. 1683–16. febr. 1748)

Prestur, officialis.

Foreldrar: Skafti lögréttumaður Jósepsson á Þorleiksstöðum og kona hans Guðrún Steingrímsdóttir að Hofi í Skagafjarðardölum, Guðmundssonar, Lærði fyrst hjá Eggert Jónssyni á Ökrum, tekinn í Hólaskóla 1699, varð stúdent 21. ág. 1703, með ágætum vitnisburði, fór utan s. á., tók land í Noregi og dvaldist þar fram eftir vetri, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 4. mars 1704, fór sama sumar til Jótlands og var um tíma hjá síra Lopti, föðurbróður sínum, varð attestatus 6. apr. 1705, kom til landsins s. á. Fekk vonarbréf fyrir Múla 13. maí 1707, vígðist s. á. kirkjuprestur að Hólum og ' varð jafnframt prófastur í Húnavatnsþingi, gegndi þar og rektorsstörfum 1707–8, var officialis eftir lát Björns byskups Þorleifssonar, bjó fyrst á Kálfsstöðum, síðan að Reykijum. Fekk Múla 1724 og hélt til æviloka, var prófastur í Þingeyjarþingi frá 9. okt. 1734 einnig til æviloka. Varð enn officialis í veikindum og við lát Steins byskups Jónssonar; enn hið þriðja sinn varð hann það við brottför Harboes 19. júlí 1745 fram á sumar 1746. Var gáfumaður mikill og manna bezt að sér, og það játar Harboe í skýrslum sínum. Jón byskup Árnason vildi hafa hann til byskups eftir Stein byskup Jónsson, og ýmsir, jafnvel Harboe, höfðu það á orði, en ofdrykkja var talin honum til tálma. Hann kenndi mörgum skólalærdóm. Hann var afarmenni að burðum, hreingerður og fornmannlegur í háttum; eru um hann þjóðsagnir miklar (sjá „Fjallkonan“ 1886 og ýmis handrit). Hann drukknaði í kíl, sem rennur úr Hrauntjörn.

Kona 1 (27. okt. 1709): Ingibjörg (d. 1723) Jónsdóttir Hólaráðsmanns að Nautabúi, Þorsteinssonar (bróður Einars byskups).

Börn þeirra: Síra Jón að Múla, síra Ari að Tjörn í Svarfaðardal, síra Stefán á Presthólum, Magnús á Skútustöðum, Gróa átti síra Sæmund Jónsson á Stað í Kinn, Jórunn átti Ólaf Þorláksson á Skútustöðum, Guðrún eldri átti Guðmund Ásmundsson að Reykhúsum, Guðrún yngri talin af sumum hafa átt Gunnlaug Þorgrímsson, Sigríður óg., átti (með Jóni nokkurum) launson (Kolbein föður Þorleifs auðga á Háeyri), Ólafur ókv.

Kona 2 (21, maí 1730): Oddný Jónsdóttir, ekkja síra Magnúsar Einarssonar í Húsavík; þau síra Þorleifur bl. (Saga Ísl. VI; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.