Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorleifur Repp
(6. júlí 1794–4. dec. 1857)
Málfræðingur.
Foreldrar: Síra Guðmundur Böðvarsson að Kálfatjörn og kona hans Rósa Egilsdóttir prests að Útskálum, Eldjárnssonar, Mun hafa lært hjá föður sínum, tekinn í Bessastaðaskóla 1811, varð stúdent 20. okt. 1813, með ágætum vitnisburði, fór utan 1814, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. sama haust (einkunn „satis bonum“ = 2. einkunn), tók 2. lærdómspróf 1815, með 1. einkunn. Lagði í fyrstu stund á læknisfræði, eðlisfræði og efnafræði, en frá 1817 á heimspeki og fagurfræði. Fekk 1819 heiðursverðlaun fyrir úrlausnarefni í heimspeki (latnesk ritg., ópr. „Exposita notionum... varietate“), aftur 1824 fyrir úrlausnarefni í fagurfræði („,Bör et Digt oversættes i samme Versart“, Kh. 1824). Jafnframt lagði hann og mjög stund á málfræðileg vísindi, einkum lifandi tungur, enda dvaldist hann í Englandi á annað ár (1821–2), var síðan um tíma í Kiel og Altona.
Um þessa ferð skrifaði hann í „Bibliothek for Morskabslæsning“, XII. b. Vann nokkuð í þjónustu Árnasafns, þýddi á latínu Laxdælasögu, Kh. 1826.
Samdi þau ár ýmsar greinir í dönsk tímarit og þýddi fornsöguþáttu. Samdi rit, „De sermone tentamen“, Kh. 1826, og var það tekið gilt af heimspekideil háskólans til varnar fyrir magistersnafnbót. Vörnin fór fram 6. febr. s.á. En af árásum annars andmælandans (Jens próf. Möllers), sem var óvildarmaður Þorleifs, fór vörnin nokkuð í handaskolum fyrir honum, með því að hann var undarlegur heldur í framkomu, bráðlyndur og hispurslaus í tali, og var honum synjað um nafnbótina af skólastjórnarráði "7. mars s. á., þótt meiri hluti heimspekideildar vildi láta veita honum hana og háskólaráð einnig, að því er virðist. Var frá áramótum s. á. ráðinn bókavörður í Advocate's Library í Edinborg.
Samdi hann þar fjölda greina í brezk blöð, tímarit og alfræðirit. Lét þá og pr. í Edinb. 1832 „A historical treatise on trial by jury“ (kom út á þýzku 1835).
Af misklíð við yfirbókavörð safnsins, missti Þorleifur stöðu sína í Edinborg, settist aftur að í Kh. 1837 og dvaldist þar til æviloka, var löggiltur túlkur í ensku og þýzku 12. dec. 1839, varð fastur kennari 1. nóv. 1843 í „Det praktiske Handelsakademi“, lét frá sér fara kennslubækur, í dönsku (á ensku) og í ensku; orðabók á ensku og dönsku (með Ferrall), pr. fyrst 1845. Einnig æðri málvísindi birti hann („Danomagyariske Optegnelser “, Kh. 1843), ritgerðir um fornfræði og þýðingar á Íslenzkum fornritum (í ritum fornfræðafélags Dana), þýddi McCulloch: Om Ejendoms Arv (Kh. 1852). Sinnti og blaðamennsku, ritstjóri að „Dagen“ 1838, „„Tiden“ 1848–50 og skrifaði margar greinir í dönsk blöð. Var og skáldmæltur (sjá „Fjölni“, IX, „Snót“, „Epígrömm“ þýdd úr grísku, pr. eftir hann látinn, Kh. 1864).
Hann var eldheitur Íslendingur, vildi komast á þjóðfundinn 1851, enda kosinn fulltrúi bæði í Rv. og Ármesþingi, en fekk eigi sókt hann, enda lítt heill hin síðari ár. Auk tungumálaþekkingar, var hann manna fjölfróðastur um skáldskap, bókmenntir allra þjóða og flestar fræðigreinir, Hefir t.d. þýtt rit um varnir gegn kóleru (á dönsku) og annað um smáskammtalækningar. Að öðru leyti vísast um rit hans í bókaskrár og rithöfundatöl. Lík hans var flutt til Rv. og jarðað í kirkjugarðinum þar, eftir ósk hans fyrir andlátið.
Kona hans (Nikulína Petrína) var dóttir Thestrups hæstaréttardómara, hámenntuð kona. Af börnum þeirra var einn sonur, er fór í siglingar, dóttir, er átti enskan liðsforingja aðalborinn (Skírnir 1916; Erslew; bréf ekkju hans til Jóns Sigurðssonar í þjóðskjalasafni; HÞ.).
Málfræðingur.
Foreldrar: Síra Guðmundur Böðvarsson að Kálfatjörn og kona hans Rósa Egilsdóttir prests að Útskálum, Eldjárnssonar, Mun hafa lært hjá föður sínum, tekinn í Bessastaðaskóla 1811, varð stúdent 20. okt. 1813, með ágætum vitnisburði, fór utan 1814, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. sama haust (einkunn „satis bonum“ = 2. einkunn), tók 2. lærdómspróf 1815, með 1. einkunn. Lagði í fyrstu stund á læknisfræði, eðlisfræði og efnafræði, en frá 1817 á heimspeki og fagurfræði. Fekk 1819 heiðursverðlaun fyrir úrlausnarefni í heimspeki (latnesk ritg., ópr. „Exposita notionum... varietate“), aftur 1824 fyrir úrlausnarefni í fagurfræði („,Bör et Digt oversættes i samme Versart“, Kh. 1824). Jafnframt lagði hann og mjög stund á málfræðileg vísindi, einkum lifandi tungur, enda dvaldist hann í Englandi á annað ár (1821–2), var síðan um tíma í Kiel og Altona.
Um þessa ferð skrifaði hann í „Bibliothek for Morskabslæsning“, XII. b. Vann nokkuð í þjónustu Árnasafns, þýddi á latínu Laxdælasögu, Kh. 1826.
Samdi þau ár ýmsar greinir í dönsk tímarit og þýddi fornsöguþáttu. Samdi rit, „De sermone tentamen“, Kh. 1826, og var það tekið gilt af heimspekideil háskólans til varnar fyrir magistersnafnbót. Vörnin fór fram 6. febr. s.á. En af árásum annars andmælandans (Jens próf. Möllers), sem var óvildarmaður Þorleifs, fór vörnin nokkuð í handaskolum fyrir honum, með því að hann var undarlegur heldur í framkomu, bráðlyndur og hispurslaus í tali, og var honum synjað um nafnbótina af skólastjórnarráði "7. mars s. á., þótt meiri hluti heimspekideildar vildi láta veita honum hana og háskólaráð einnig, að því er virðist. Var frá áramótum s. á. ráðinn bókavörður í Advocate's Library í Edinborg.
Samdi hann þar fjölda greina í brezk blöð, tímarit og alfræðirit. Lét þá og pr. í Edinb. 1832 „A historical treatise on trial by jury“ (kom út á þýzku 1835).
Af misklíð við yfirbókavörð safnsins, missti Þorleifur stöðu sína í Edinborg, settist aftur að í Kh. 1837 og dvaldist þar til æviloka, var löggiltur túlkur í ensku og þýzku 12. dec. 1839, varð fastur kennari 1. nóv. 1843 í „Det praktiske Handelsakademi“, lét frá sér fara kennslubækur, í dönsku (á ensku) og í ensku; orðabók á ensku og dönsku (með Ferrall), pr. fyrst 1845. Einnig æðri málvísindi birti hann („Danomagyariske Optegnelser “, Kh. 1843), ritgerðir um fornfræði og þýðingar á Íslenzkum fornritum (í ritum fornfræðafélags Dana), þýddi McCulloch: Om Ejendoms Arv (Kh. 1852). Sinnti og blaðamennsku, ritstjóri að „Dagen“ 1838, „„Tiden“ 1848–50 og skrifaði margar greinir í dönsk blöð. Var og skáldmæltur (sjá „Fjölni“, IX, „Snót“, „Epígrömm“ þýdd úr grísku, pr. eftir hann látinn, Kh. 1864).
Hann var eldheitur Íslendingur, vildi komast á þjóðfundinn 1851, enda kosinn fulltrúi bæði í Rv. og Ármesþingi, en fekk eigi sókt hann, enda lítt heill hin síðari ár. Auk tungumálaþekkingar, var hann manna fjölfróðastur um skáldskap, bókmenntir allra þjóða og flestar fræðigreinir, Hefir t.d. þýtt rit um varnir gegn kóleru (á dönsku) og annað um smáskammtalækningar. Að öðru leyti vísast um rit hans í bókaskrár og rithöfundatöl. Lík hans var flutt til Rv. og jarðað í kirkjugarðinum þar, eftir ósk hans fyrir andlátið.
Kona hans (Nikulína Petrína) var dóttir Thestrups hæstaréttardómara, hámenntuð kona. Af börnum þeirra var einn sonur, er fór í siglingar, dóttir, er átti enskan liðsforingja aðalborinn (Skírnir 1916; Erslew; bréf ekkju hans til Jóns Sigurðssonar í þjóðskjalasafni; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.