Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Pálsson

(– –um 1560)

Lögmaður norðan og vestan 1541–6 (er hann sagði af sér).

Foreldrar: Páll Jónsson að Skarði og Solveig Björnsdóttir ríka, Þorleifssonar. Um lögmannskjör hans 1529 sjá Ara lögmann Jónsson. Var auðmaður mikill. Bjó að Skarði, en sat löngum í Stóra Holti í Saurbæ, með því að þung var sambúð hans og konu hans. Jón byskup Arason hafði á honum þungan hug, en lítt varð úr tilræðum hans við hann.

Kona: Steinunn Eiríksdóttir að Keldum, Þorsteinssonar.

Börn þeirra: Sigríður átti Bjarna Oddsson að Skarði, Guðrún átti Egil Jónsson að Geitaskarði (Einarssonar), var síðan orðuð af eða átti barn með Jóni Þorfinnssyni (er sumir töldu laungetinn bróður Egils), og var það bætt fé, en átti síðan síra Magnús Magnússon á Höskuldsstöðum. Launbörn Þorleifs lögmanns: (með Ingibjörgu Þórðardóttur, sjá Þorleifur sýslumaður Einarsson): Björn að Keldum, Eyvör, Ormur; (með öðrum): Sigmundur á Melum á Skarðsströnd, Ásmundur að Hvoli, Ólafur (á Þórustöðum í Bitru), Þórdís (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl.; Safn II; BB. Sýsl.; PEÓI. Mm.; Saga Ísl. IV.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.