Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Nikulásson

(1732–S8. júlí 1805)

Alþingisskrifari.

Foreldrar: Nikulás sýslumaður Magnússon í Rangárþingi og kona hans Rannveig Þorsteinsdóttir prests í Holti, Oddssonar.

Ólst eftir lát föður síns upp hjá Magnúsi amtmanni Gíslasyni, lærði í Skálholtsskóla, varð stúdent 6. maí 1755, fór utan 1758, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 28. apr. 1759, tók lögfræðapróf 23. apr. 1762, með 3. einkunn í bóklegu, 2. einkunn í verklegu prófi, varð varaalþingisskrifari 16. mars 1764 og gegndi því starfi síðan, þótt ekki yrði hann fullkominn alþingisskrifari fyrr en 1780.

Við afnám alþingis 6. júní 1800 fekk hann lausn frá embætti með 80 rd. eftirlaunum. Hafði umsjá með húsagerð á Bessastöðum og í Nesi við Seltjörn frá 1764, beiddist undan því starfi 8. ág. 1766. Hafði umboð Jóns sýslumanns Jónssonar í veikindum hans í Rangárþingi og var settur fyrir sýsluna 25. ág. 1788 fram á vor 1790. Fyrirmannlegur og laglegur sýnum, skýr maður, og var margt vel um hann, sæmilegur búmaður, hneigður nokkuð til ölfanga á elliárum. Var fyrst í Svignaskarði og Hvítárvöllum, bjó síðan að Tungufelli, sem kona hans átti og Magnús amtmaður hafði gefið henni til heimanmundar, að Ási í Holtum frá 1785, að Hlíðarenda frá 1788, í Hlíðarendakoti frá 1790, hætti búskap 1804, fluttist að Skógum, til bróður síns, og andaðist þar.

Kona 1 (1766): Guðrún Jónsdóttir að Stóra Núpi, Magnússonar,

Sonur þeirra: Jón sýslumaður í Vestmannaeyjum.

Kona 2 (2. maí 1785): Málmfríður (f . 6. ág. 1759, d. 13. júní 1838) Sigurðardóttir alþingisskrifara að Hlíðarenda, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Ragnheiður óg. og bl., Guðmundur drukknaði 1815 (BB. Sýsl.; Tímarit bmf. TI; HÞ,).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.