Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Magnússon

(um 1624–1687)

Bóndi.

Foreldrar: Magnús sýslumaður Jónsson í Miðhlíð og kona hans Ástríður Gísladóttir lögmanns, Þórðarsonar. Lærði í Skálholtsskóla (um 1636–S8), en óvíst að hann hafi orðið stúdent. Bjó fyrst í Álfadal, en frá 1664 í Haga á Barðaströnd, fluttist þaðan að Siglunesi 1682 og mun hafa andazt þar.

Kona (1650, konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 3. maí 1650). Sigríður Eggertsdóttir á Sæbóli, Sæmundssonar. Dóttir þeirra: Ástríður átti Ara sýslumann Þorkelsson í Haga (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.