Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Magnússon

(um 1581–13. okt. 1652)

Sýslumaður.

Foreldrar: Magnús sýslumaður prúði Jónsson í Ögri og Bæ og kona hans Ragnheiður Eggertsdóttir lögmanns, Hannessonar. Var skólagenginn, fór utan 1600, var fyrst í Hamborg, skráður í stúdentatölu í Rostock í jan. 1601 og hefir þá kennt sig við móðurföður sinn (,Ditlevus Eggerts Islandus“). Gerðist 1611 lögsagnari Gísla sýslumanns Árnasonar að Hlíðarenda, fekk Skaftafellsþing 1612 og hélt til æviloka, frá 1636 með Þorsteini sýslumanni Magnússyni í Þykkvabæ.

Var settur fyrir Rangárþing 1634–5, meðan Vigfúsi Gíslasyni var vikið frá. Bjó að Hlíðarenda og andaðist þar. Talinn vitur maður, fastúðugur og drenglyndur. Auðmaður mikill.

Kona 1 (29. sept. 1611). Gróa Gísladóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Árnasonar. Dóttir þeirra var: Þrúður átti Gísla sýslumann Magnússon að Hlíðarenda.

Kona 2 (1632): Sesselja (d. 5. apr. 1687, 87 eða 83 ára) Björnsdóttir á Laxamýri, Magnússonar,

Börn þeirra: Þorsteinn sýslumaður á Víðivöllum, Gróa fyrsta kona Gísla byskups Þorlákssonar (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.