Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Magnússon

(17. öld)

Prestur. Var fyrst prestur í Meðallandsþingum, en afsagður af sóknarmönnum sínum 1628. Fekk Þykkvabæjarklaustursprestakall 1631 og bjó á Mýrum, var þar einnig illa kynntur. Fekk Sandfell um 1646, var dæmdur frá prestskap á alþingi 1656, en hélt þó prestsetrinu til vors 1657, fluttist 1658 til dóttur sinnar í Hornafirði. Enn á lífi 1660.

Kona: Þrúður (föðurnafns ekki getið). Dóttir þeirra: Guðrún átti Nikulás Guðmundsson prests í Einholti, Ólafssonar (Blanda IV; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.