Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorleifur Kortsson
(– –í júlí 1698)
Lögmaður,
Foreldrar: Kort klausturhaldari (d. um 1633-4) Þormóðsson að Kirkjubæjarklaustri, Lýðssonar, og kona hans Þórunn Hákonardóttir sýslumanns í Nesi við Seltjörn, Björnssonar. Var á yngri árum í Hamborg og nam þar klæðaskurð. Var lögsagnari Guðmundar sýslumanns Hákonarsonar í Húnavatnsþingi 1647–52, fekk 1652 hálfa Strandasýslu, norðurhluta, og umboð helmings konungsjarða á þeim slóðum, bjó þau ár á Prestbakka og í Bæ í Hrútafirði.
Varð lögmaður norðan og vestan 1662 (konungsstaðfesting 7. maí 1664), fekk Þingeyraklaustur 1663. Lét af Strandasýslu 1669, Ísafjarðarsýslu 1670 og lögmannsdæmi 1679, en 1678 hafði sonur hans fengið Þingeyraklaustur, og var þó Þorleifur á Þingeyrum til 1685, fluttist þá aftur að Bæ og var þar til æviloka, mjög heilsuveill hin síðustu ár ævinnar. Var búhöldur ágætur, enda gerðist hann auðmaður mikill, var óhöfðinglegur og einsýnn, fátalaður á þingum og hæglyndur, en hafði gott náttúruvit. Hann kemur mjög við galdramál og galdrabrennur, enda þókti það þá hin mesta nauðsyn að hafa hemil á göldrum; ella gætir hans lítt.
Kona (1652) Ingibjörg (d. 88 ára 1703) Jónsdóttir sýslumanns í Haga, Magnússonar, og hafði hún fyrst átt Gunnar Arngrímsson, síðan Jón Skálholtsráðsmann Halldórsson.
Börn þeirra Þorleifs: Jón klausturhaldari á Þingeyrum, Hannes fornfræðingur konungs, Guðmundur ríki í Brokey, Þórunn átti Lárus sýslumann Scheving (Saga Ísl. V; Safn II; BB. Sýsl.; HÞ.).
Lögmaður,
Foreldrar: Kort klausturhaldari (d. um 1633-4) Þormóðsson að Kirkjubæjarklaustri, Lýðssonar, og kona hans Þórunn Hákonardóttir sýslumanns í Nesi við Seltjörn, Björnssonar. Var á yngri árum í Hamborg og nam þar klæðaskurð. Var lögsagnari Guðmundar sýslumanns Hákonarsonar í Húnavatnsþingi 1647–52, fekk 1652 hálfa Strandasýslu, norðurhluta, og umboð helmings konungsjarða á þeim slóðum, bjó þau ár á Prestbakka og í Bæ í Hrútafirði.
Varð lögmaður norðan og vestan 1662 (konungsstaðfesting 7. maí 1664), fekk Þingeyraklaustur 1663. Lét af Strandasýslu 1669, Ísafjarðarsýslu 1670 og lögmannsdæmi 1679, en 1678 hafði sonur hans fengið Þingeyraklaustur, og var þó Þorleifur á Þingeyrum til 1685, fluttist þá aftur að Bæ og var þar til æviloka, mjög heilsuveill hin síðustu ár ævinnar. Var búhöldur ágætur, enda gerðist hann auðmaður mikill, var óhöfðinglegur og einsýnn, fátalaður á þingum og hæglyndur, en hafði gott náttúruvit. Hann kemur mjög við galdramál og galdrabrennur, enda þókti það þá hin mesta nauðsyn að hafa hemil á göldrum; ella gætir hans lítt.
Kona (1652) Ingibjörg (d. 88 ára 1703) Jónsdóttir sýslumanns í Haga, Magnússonar, og hafði hún fyrst átt Gunnar Arngrímsson, síðan Jón Skálholtsráðsmann Halldórsson.
Börn þeirra Þorleifs: Jón klausturhaldari á Þingeyrum, Hannes fornfræðingur konungs, Guðmundur ríki í Brokey, Þórunn átti Lárus sýslumann Scheving (Saga Ísl. V; Safn II; BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.