Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Kolbeinsson, ríki

(6. júní 1799–9. mars 1882)

Hreppstjóri, dbrm.

Foreldrar: Kolbeinn Jónsson (dóttursonur síra Þorleifs Skaftasonar að Múla) í Ranakoti og kona hans Ólöf Hafliðadóttir á Syðsta Bakka í Þykkvabæ (Þórðarsonar Skálholtsráðsmanns í Háfi, Þórðarsonar sýslumanns, Steindórssonar). Bjó víða á Eyrarbakka, síðast á Háeyri frá 1840 til æviloka. Rak og kaupskap.

Var hreppstjóri í Stokkseyrarhreppi 1840–66, aftur 1874 til æviloka og jafnframt oddviti.

Gerðist auðmaður. Gaf jarðeignir til hrepps og skólahalds og sjóð til vegagerðar.

Kona 1 (18. okt. 1831): Sigríður (d. 27. ág. 1855) Jónsdóttir rennismiðs að Brú í Flóa, Jónssonar (sýslumanns, Arnórssonar); bar, er þau áttu, komst eigi upp.

Kona 2 (25. júlí 1865): Elín Þorsteinsdóttir í Simbakoti, Þórðarsonar, og hafði hún verið bústýra hans frá láti konu hans.

Börn þeirra: Sigríður átti Guðmund Ísleifsson á Háeyri, Málmfríður átti fyrr Andrés verzlm. Ásgrímsson á Eyrarbakka, síðar Jón hreppstjóra Sveinbjarnarson að Bíldsfelli, Elín átti síra Jóhann Þorsteinsson í Stafholti, Þorleifur nam veræzlunarfræði (drukknaði utanlands), Kolbeinn í Hróarsholti (Sunnanfari V; BB. Sýsl.; Jón Pálsson: Austantórur (athugasemdir Guðna Jónssonar)).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.