Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Kláusson

(1627–1699)

Prestur.

Foreldrar: Kláus lögréttumaður Eyjólfsson að Hólmum í Landeyjum og kona hans Ingibjörg Þorleifsdóttir að Hvoli, Ásmundssonar. Lærði í Skálholtsskóla, var síðan í þjónustu Brynjólfs byskups Sveinssonar, vígðist 1651 aðstoðar- prestur síra Þorsteins Björnssonar að Útskálum, fekk presta- kallið 19. febr. 1660, er síra Þorsteinn varð af að láta, og hélt til æviloka, þjónaði jafnframt Hvalsnesprestakalli 1691–3. Hefir þýtt: Jósep Hall: „Ráð í móti allri efasemi“ og orkt síðan sálm einn (sjá Lbs.).

Samdi annála, og brunnu þeir í Kh. 1728, skrifaði og upp sögur (sjá AM.). Átti deilur nokkurar við Jón sýslumann (varalögmann) Eyjólfsson í Nesi.

Kona 1 (1661): Sigríður (d. 2. ágúst 1662) Halldórsdóttir prests í Hruna, Daðasonar; þau bl.

Kona 2: Þórunn (d. 1. sept. 1681) Magnúsdóttir sýslumanns á Leirubakka, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Síra Árni í Arnarbæli, Magnús í Húsagarði á Landi, Guðni sst. (HÞ: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.