Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Jónsson

(um 1636–1705)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Jónsson á Melum og kona hans Margrét Daðadóttir sýslumanns á Eyrarlandi, Árnasonar, Lærði í Hólaskóla, vigðist aðstoðarprestur föður síns 24. okt. 1658, en 1663 síra Jóns 178 Ólafssonar í Hvammi í Norðurárdal, fekk Kvennabrekku 13. nóv. 1666 og hélt til æviloka.

Kona 1 (1660). Solveig (d. 1695) Runólfsdóttir lögréttumanns í Einarsnesi, Sigurðssonar,

Börn þeirra komust eigi upp.

Kona 2 (1700): Þórunn (f. um 1662, d. 1730) Jónsdóttir prests í Belgsdal, Loptssonar, Dóttir þeirra: Sigþrúður átti Pálma Sigurðsson á Breiðabólstað í Sökkólfsdal (HÞ,; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.