Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Jónsson

(8. nóv. 1794 [23. ág. 1796, Bessastsk., 23. okt. 1794, Vita] – 1. maí 1883)

Prestur,

Foreldrar: Síra Jón Gíslason síðast á Breiðabólstað á Skógarströnd og 1. kona hans Hallgerður Magnúsdóttir prests að Kvennabrekku, Einarssonar. F. í Hjarðarholti.

Tekinn í 2. bekk Bessastaðaskóla 1814, varð stúdent 1818, með meðalvitnisburði (eignað þar feimni). Vígðist 4. júlí 1819 aðstoðarprestur föður síns, er þá hélt Hvamm í Hvammssveit, og varð aðstoðarmaður hans í prófastsembætti frá 1822, þjónaði einnig Saurbæjarþingum frá vori 1836 til vors 1837. Fekk Hvamm 18. mars 1841, er faðir hans fluttist þaðan, fekk lausn 20. febr. 1869, en gegndi þar þó prestskap til 1870. Var prófastur í Dalasýslu 1841–64.

Bjó á hluta úr Hvammi til æviloka. Hann varð með iðni vel að sér í mörgu, jafnvel lækningum, vandaður og vinsæll, rammur að afli og frækinn glímumaður. Ritstörf: Líkræða yfir síra Jóni Matthíassyni, Rv. 1860; Örnefni í Safni IT (sjá og Lbs.).

Kona 1 (25. júní 1823): Þorbjörg (f. 21. maí 1800, d. 20. jan. 1863) Hálfdanardóttir prests að Mosfelli, Oddssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Jón á Ólafsvöllum, Ingibjörg átti Jens Jónsson á Skarfsstöðum (síðar að Hóli), Sigurður á Hróðnýjarstöðum og víðar, Páll mál- og heyrnarlaus, vefari, ókv. og bl., Sæunn átti fyrr Sigurð Magnússon að Ytra Felli, síðar Jón söðlasmið Jónsson á Oddsstöðum í Lundarreykjadal, Jóhanna Kristín átti Hákon kaupmann Bjarnason á Bíldudal, Hallgerður óg. og bl., Hólmfríður Magdalena varð s.k. Helga beykis Péturssonar á Bíldudal.

Kona 2 (27. okt. 1865): Margrét (í. 1832, d. 1912) Magnúsdóttir frá Fjarðarhorni í Helgafellssveit, Þorkelssonar; þau bl. (Bessastk.; Vitæ ord.; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.