Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Jónsson

(28. okt. 1845–26. júlí 1911)

Prestur.

Launsonur Jóns hreppstjóra Oddssonar í Arnarbæli á Fellsströnd og Kristínar Kristjánsdóttur á Harastöðum, Ólafssonar. Lærði fyrst hjá síra Sveini Níelssyni á Staðastað, tekinn í Reykjavíkurskóla 1866, varð stúdent 1872, með 2. einkunn (75 st.), stundaði síðan um hríð nám í háskólanum í Kh., tók þar próf í heimspeki 30. jan. 1874, með 1. einkunn, var þá og um tíma í Þýzkalandi að hraðritunarnámi, gekk í prestaskólann 1876, próf þaðan 1878, með 2. einkunn lakari (33 st:). Fekk Presthóla 29. sept. 1878, vígðist 8. sept. s. á., Skinnastaði 29. mars 1881 og hélt til æviloka (hafði fengið Viðvík 30. maí 1908, en fekk leyfi að vera kyrr). Var hagmæltur og sinnti talsvert málfræði og sögu. Ritstörf: Skólameistaratal á Hólum (Norðanfari 1883); Íslendingadrápa, Ak. 1884; Faraó, Ak. 1887; Saga Þingeyinga, 1. hefti, Ak. 1887; Tvö kvæði, Rv. 1891.

Fornrit sá hann um til prentunar: Þóris þáttur hasts og Bárðar birtu (sem er reyndar tilb.), Kh. 1874; Sagan af Hrana hring, Kh. 1874; Snorra-Edda, Kh. 1875; Droplaugarsonasaga, Rv. 1878; Gull-Þórissaga, Rv. 1878; Eyrbyggjasaga, Ak. 1882; Flóamannasaga, Rv. 1884; Atlasaga Ótryggssonar, Seyðisf. 1886; Hálfdanarsaga Barkarsonar, Rv. 1889; Harðarsaga og Hólmverja, Rv. 1891; Hænsa-Þórissaga, Rv. 1892; 40 Íslendingaþættir, Rv. 1904. Greinir eru og eftir hann í Nýju kirkjublaði.

Kona (1. okt. 1878): Sesselja (f. 5. maí 1857, d. 16. jan. 1925) Þórðardóttir prests að Mosfelli í Mosfellssveit, Árnaonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þóra átti Hans Grönfeldt mjólkurskólastjóra, síðar gestgjafa í Borgarnesi, Svava kennari (Nýtt kirkjublað 1911; Óðinn VII; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.