Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Jónsson

(26. apr. 1855–2. apr. 1929)

Póstmeistari.

Foreldrar: Jón alþingismaður Pálmason í Stóra Dal í Svínavatnshreppi og kona hans Ingibjörg Salóme Þorleifsdóttir í Stóra Dal, Þorkelssonar. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1876, varð stúdent 1881, með 1. einkunn (97 st.). Stundaði lögfræðanám í háskólanum í Kh. 1881–4, en varð af að láta vegna veikinda. Var ritstjóri Þjóðólfs 1886–91, bjó í Stóra Dal 1894–5, á Syðri Langamýri 1895–6, að Sólheimum 1896–1900. Varð póstafgrm. í Rv. 14. apr. 1900, póstmeistari í Rv. 1. jan. 1920, fekk lausn 31. dec. 1928. R. af fálk. 1. dec. 1928. Þm. Húnv. 1886–99.

Kona (9. sept. 1893): Ragnheiður Bjarnadóttir að Reykhólum, Þórðarsonar.

Börn þeirra: Jón tónskáld Leifs, Páll skrifstofumaður í Rv., Þórey veræzlunarmær í Rv., Salóme átti þýzkan mann, Dr. Nagel (Alþingistíðindi 1930; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.