Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Jónsson

(1781 [1780, Vita] – 25. okt. 1853)

Prestur.

Foreldrar: Jón elzti stúdent Jónsson á Laugabóli í Langadal og kona hans Þuríður Gunnlaugsdóttir. Ólst upp hjá föðurföður sínum, síra Jóni Sveinssyni á Stað í Steingrímsfirði, og lærði hjá síra Hjalta, föðurbróður sínum. Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1799, varð stúdent 19. maí 1804, með góðum vitnisburði, var síðan 3 ár í þjónustu Gunnlaugs Briems að jarðamatsstörfum, en vann síðan hjá föðurbróður sínum, síra Hjalta á Stað. Setti bú að Ósi í Steingrímsfirði um 1815, fekk uppreisn fyrir of bráða barneign með konu sinni 15. apr. 1818. Bjó á Gilsstöðum í sömu sveit 1817–25. Fekk Árnes 17. ág. 1824, vígðist 17. okt. s.á., tók til fulls við staðnum 11. maí 1825. Gekk þar vel búskapur 10 fyrstu árin, en varð síðan mjög fátækur. Fekk Gufudal 22. júní 1840, vegnaði þar nokkuru betur, lét þar af prestskap 1849, fluttist í húsmennsku að Miðhúsum í Gufudalssveit og andaðist þar. Var allgóður kennimaður, en ekki raddmaður, stilltur og siðferðisgóður.

Kona 1 (1816): Vigdís (d. 1818) Árnadóttir að Hömrum í Haukadal, Teitssonar. Dóttir þeirra: Þórdís óg. og bl.

Kona 2 (um 1820). Steinunn (f. um 1789, d. 13. dec. 1859) Ólafsdóttir á Víðivöllum í Steingrímsfirði, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Eufemía átti Þorvald Snjólfsson í Bakkaseli, Guðríður óg., Stefán að Miðhúsum, Þorbjörg óg. (Vitæ ord. 1824; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.