Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Jónsson

(1620–29. okt. 1690)

Prestur,

Foreldrar: Jón sýslumaður Sigurðsson í Einarsnesi og kona hans Ragnheiður Hannesdóttir í Snóksdal, Björnssonar. Lærði í Skálholtsskóla, fór utan 1640, var skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 21. dec. s.á., varð attestatus, en baccalaureus 28. maí 1644, og var þá pr. eftir hann „Dissertatio physica de mundo“. Varð heyrari í Skálholti 1646, en rektor þar 1647.

Fekk Odda 1651, tók við staðnum í fardögum 1652 og hélt til æviloka. Var prófastur í Rangárþingi frá 1653 til æviloka.

Var í röð helztu kennimanna, vel að sér og mikils metinn.

Kona (25. júní 1651): Sigríður (d. 1688) Björnsdóttir sýslumanns í Bæ á Rauðasandi, Magnússonar. Eru sagnir um tepruskap hennar. Af börnum þeirra komst einungis upp: Björn byskup (Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.