Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Jóakimsson (Jackson)

(13. sept. 1847–21. júní 1921)

. Bóndi, fræðimaður. Foreldrar: Jóakim Jónsson í Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Fluttist til Vesturheims 1876. Bóndi við Akra í Norður-Dakota 1881–1903, en síðan hjá Leslie í Saskatchewan. Síðast átti hann heima í Selkirk og Winnipeg. Var vel að sér í mörgum greinum og hneigður til fræðaiðkana. Safnaði efni í sögu Íslendinga í Bandaríkjunum og Kanada.

Kona 1: Anna (d. 1881) Árnadóttir; börn þeirra dóu ung.

Kona 2: Guðrún (d. 25. mars 1912, 66 ára) Jónsdóttir í Kelduskógum, Jónssonar. Af börnum þeirra komst upp: Thorstína rithöfundur (Thorstina Jackson: Saga Íslendinga í N.Dakota, Wp. 1926).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.