Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Halldórsson

(um 1683–15. nóv. 1713)

Rektor.

Faðir: Halldór Stefánsson að Dysjum á Álptanesi. Jón Vídalín, síðar byskup, veitti athygli gáfum hans og kom honum til náms. Varð stúdent úr Skálholtsskóla 1700. Var í Bræðratungu veturinn 1701–2 (kennari) og að Burstarfelli 1702–3, fór utan 1703, varð að taka land í Noregi og var um veturinn með Þormóði Torfasyni, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 7. maí 1704, fekk vist í Ehlerskollegium 1705, var attestatus, varð baccalaureus ". maí 1706, magister 28. maí 1710, sókti um Hólabyskupsdæmi 5. dec. 1710, er Steinn Jónsson hlaut það, fór með honum til landsins 1711, varð þá rektor í Hólaskóla (konungsveiting 2. júlí 1712), og hélt því starfi til æviloka, mun hafa andazt úr brjóstveiki. Allir höfundar fyrri tíma telja hann frábæran gáfumann og fjölhliða.

Af vitnisburði eins kennara hans er að ráða, að hann hafi verið hirðulaus í framkomu og klæðaburði og hneigður til drykkju. Eftir hann er „Lof lyginnar “ og latínukvæði (pr. í Islandica VITI), 5 smáritgerðir á latínu varðandi stjarnfræði, pr. í Kh. 1706–10. Hann veitti aðstoð Þormóði Torfasyni í 12 prentun rita hans, einkum 4. bindis í „Historia rerum Norvegicarum“. Í handritum er eftir hann æviágrip Þormóðar Torfasonar á latínu. Ókv. og bl. (Saga Ísl. VI; Islandica VII; JH. Skól.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.