Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Guðmundsson

(– – 1702)

Prestur.

Foreldrar: Síra Guðmundur Jónsson á Hjaltastöðum í Útmannasveit og kona hans, sem talin er Helga Guðmundsdóttir af Suðurnesjum (HÞ. getur þess til, að hún kunni að hafa verið Þorleifsdóttir lögréttumanns í Pétursey, Árnasonar, en líkl. er það rangt, og mun Þorleifsnafnið komið frá móðurföður síra Guðmundar). Lærði í Skálholtsskóla, hefir líkl. orðið stúdent 1666. Vígðist 16. okt. 1670 aðstoðarprestur föður síns og jafnframt síra Stefáns skálds Ólafssonar í Vallanesi. Fekk vonarbréf fyrir Hallormsstöðum 17. maí 1673, tók við því prestakalli 1677 og hélt til æviloka, féll niður um snjóbrú á gili og varð undir hesti sínum.

Talinn einfaldur og óskarpur.

Kona: Arndís (f. um 1652, enn á lífi 1704) Bjarnadóttir prests og skálds að Þingmúla, Gizurarsonar.

Börn þeirra: Gizur fór til Kh. og mun hafa andazt þar, Gróa átti Pétur Sigurðsson að Svínaskála, Sigríður, Vilborg (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.