Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Guðmundsson

(25. mars 1882–5. júní 1941)

. Útvegsbóndi, alþm. Foreldrar: Guðmundur (d. 3. nóv. 1937, 87 ára) Ísleifsson á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka og kona hans Sigríður (d. 3. apr. 1937, 80 ára) Þorleifsdóttir ríka á Háeyri, Kolbeinssonar, Pöntunar- og kaupstjóri á Eyrarbakka 1905–08; fekkst síðan við verzlun í Rv. og á Eyrarbakka.

Bóndi og útvegsmaður í Þorlákshöfn 1914–28 og síðan í 2 ár í Garði á Eyrarbakka.

Gerðist þá um hríð fisksölustjóri í Rv. Regluboði fyrir Stórstúku Íslands 1940–41.

Þm. Árn. 1920–23. Hlaut 1924 heiðursmerkið „For saving Subjects“ fyrir að bjarga enskri skipshöfn úr sjávarháska. Kona (20. sept. 1907): Hannesína (f. 9. júní 1890) Sigurðardóttir á Akri á Eyrarbakka, Jónssonar.

Börn þeirra: Jónína Sigrún saumakona óg., Viktoría verzlunarmær óg., Sigurður skipstjóri í Rv., Sigríður óg., Guðmundur stýrimaður í Rv., Kolbeinn (Alþingismannatal; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.