Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Eiríksson

(16. öld)

Prestur.

Foreldrar: Eiríkur í Álptanesi Halldórsson ábóta, Ormssonar, og kona hans Kristín Þorleifsdóttir hirðstjóra, Björnssonar. Er orðinn prestur 1536 og hafði prófastsdæmi í milli Langár og Hítarár 1536–40, bjó á Hofstöðum á Mýrum. Hefir fengið Mela um 1540, lét þar af prestskap 1549 og er þá nefndur officialis.

Börn hans voru: Sigurður, Eiríkur, Þórður, Kristín (fylgdi síra Eiríki Jónssyni í Reykholti), Sigríður (Dipl. Isl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.