Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Eiríksson

(15. og 16. öld)

Prestur.

Foreldrar: Eiríkur Bjarnason (prests í Haga, Sigurðssonar ?) og fylgikona hans Emerentíana Þorleifsdóttir, systir Einars á Melgraseyri.

Bræður hans: Síra Jón í Vatnsfirði, Sæmundur ríki að Ási í Holtum, Ólafur að Hóli í Bolungarvík o. fl. Virðist hafa verið orðinn prestur á Stað á Reykjanesi 1508. Var skipstjóri á skútu Skálholtsstaðar. Hefir síðan orðið prestur og officialis á Breiðabólstað í Fljótshlíð, en lét þar af prestskap 1542, með því að hann vildi ekki taka við hinni nýju siðbreytni. Virðist enn á lífi 1550 og jafnvel 1563.

Börn hans (með Katrínu nokkurri): Pétur lögréttumaður að Sólheimum í Mýrdal, Emerentíana átti Erlend Jónsson að Stórólfshvoli, Katrín átti Gunnlaug í Kollabæ Jónsson prests í Holti, Gíslasonar, og líkl. síðar Valda Jónsson, Gróa móðir Guðmundar lrm. á Hofi Eyjólfssonar (Dipl.Isl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.