Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Einarsson

(15. og 16. öld)

Sýslumaður á Hofstöðum,

Foreldrar: Einar umboðsmaður Þórólfsson á Hofstöðum og kona hans Katrín Halldórsdóttir ábóta, Ormssonar. Var sýslumaður „í Þórsnesþingi“ um og eftir 1536. Mun fæddur fyrir 1500, enn á lífi 1575, d. fyrir 1578.

Kona: Kristín Torfadóttir sýslumanns að Klofa, Jónssonar,

Sonur þeirra: Ormur að Knerri og á Hofstöðum.

Laundætur Þorleifs (með Ingibjörgu Þórðardóttur, sjá og Þorleifur lögmaður Pálsson): Ragnhildur átti Jón Kolbeinsson á Rauðamel syðra, Guðfinna, Ragnhildur önnur (Dipl. Isl.; Alþb. Ísl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.