Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Björnsson

(um 1705–1783)

Prestur.

Foreldrar: Björn lögréttumaður Þorleifsson á Reynivöllum í Suðursveit (Eiríkssonar prests í Vallanesi, Ketilssonar) og kona hans Þórdís Árnadóttir. Tekinn í Skálholtsskóla 1721, varð stúdent 1725, vígðist 18. apr. 1728 aðstoðarprestur síra „Sigurðar Högnasonar í Einholti, fekk það prestakall 6. maí 1732, sagði af sér í fard. 1742, vegna skemmda af vatnaágangi þar. Hann hefir líklega um tíma síðar orðið aðstoðarprestur síra Guðmundar Högnasonar að Hofi í Álptafirði, fekk það prestakall að veitingu 1749, sagði þar af sér prestskap 1778, frá fardögum 1779, fluttist þá að Rannveigarstöðum, en andaðist á Flugustöðum.

Kona (16. ág. 1732). Ingibjörg (f. um 1695, enn á lífi 1784) Sigurðardóttir prests í Einholti, Högnasonar.

Börn þeirra: Síra Sigurður í Hjarðarholti, Þórdís átti síra Eirík Rafnkelsson að Hofi, Björn á Flugustöðum, Árni í Vík í Lóni (HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.