Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Bjarnason

(– – 1668)

Prestur.

Foreldrar: Bjarni á Kirkjubóli í Önundarfirði Jónsson (sýslumanns í Hjarðardal, Ólafssonar) og kona hans Guðrún Jónsdóttir í Flatey, Björnssonar. Er orðinn prestur 1601, hélt Ögurþing a. m.k., frá 1623, en Sanda frá 1628 til æviloka. Í Lbs. 430, 8vo., er þýðing hans á húspostillu Niels Hemmingsens.

Kona: Herdís (d. 1652) Bjarnadóttir að „Brjánslæk, Björnssonar.

Börn þeirra: Þórunn átti Árna Magnússon að Hóli í Bolungarvík, Þorleifur ókv. og bl., Jón ókv. og bl., Bjarni lögsagnari, Kristín átti Magnús timburmann Guðmundsson (prests, Skúlasonar) að Auðkúlu í Arnarfirði, Ólöf óg. og bl., síra Ólafur á Söndum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.