Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Bjarnason

(1719–8. mars 1783)

Prestur.

Foreldrar: Síra Bjarni Þorleifsson að Kálfafelli og kona hans Þórunn Ísleifsdóttir sýslumanns að Felli, Einarssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1737, stúdent 1743, varð djákn að Þykkvabæjarklaustri 1744, vígðist 28. apr. 1748 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið 1749, en tók við staðnum 1751, við uppgjöf föður síns. Varð prófastur í Skaftafellsþingi 1753. Fekk Reykholt 16. júlí 1754 (konungsstaðfesting 30. jan. 1756) og hélt til æviloka. Varð prófastur í Þverárþingi sunnan Hvítár 28. sept. 1767, einnig til æviloka. Vel að sér og kenndi nemöndum undir skóla, var skemmtinn og alúðlegur. Ókv. og bl. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.