Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorleifur Bergþórsson
(um 1315–1381 eða lengur)
. Prestur. Faðir: Bergþór, ef til vill prestur, sem drukknaði úr Grímsey 1330, en hann var son Brands á Skinnastöðum (Dipl. Isl. 11, 427) Bergþórssonar, Einarssonar auðmanns, Auðunarsonar, Kárasonar ábóta á Þingeyrum, Runólfssonar, Ketilssonar biskups. Þorleifur var orðinn prestur fyrir 1345. Hann hélt Glaumbæ um hríð og var ráðsmaður Reynistaðarklausturs 1380; og þar mun hann hafa látizt eftir 21. febr. 1381.
Synir hans: Bergþór, Brandur, Eiríkur í Glaumbæ 1399. Síra Þorleifur sýnist hafa verið á einhvern hátt venzlaður Glaumbæjar-Hrafni og Árna Einarssyni á Auðbrekku, föður Þorleifs í Glaumbæ og Vatnsfirði, föður Bjarnar ríka (SD.).
. Prestur. Faðir: Bergþór, ef til vill prestur, sem drukknaði úr Grímsey 1330, en hann var son Brands á Skinnastöðum (Dipl. Isl. 11, 427) Bergþórssonar, Einarssonar auðmanns, Auðunarsonar, Kárasonar ábóta á Þingeyrum, Runólfssonar, Ketilssonar biskups. Þorleifur var orðinn prestur fyrir 1345. Hann hélt Glaumbæ um hríð og var ráðsmaður Reynistaðarklausturs 1380; og þar mun hann hafa látizt eftir 21. febr. 1381.
Synir hans: Bergþór, Brandur, Eiríkur í Glaumbæ 1399. Síra Þorleifur sýnist hafa verið á einhvern hátt venzlaður Glaumbæjar-Hrafni og Árna Einarssyni á Auðbrekku, föður Þorleifs í Glaumbæ og Vatnsfirði, föður Bjarnar ríka (SD.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.