Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur Arason

(um 1687–12. jan. 1727)

Prestur.

Foreldrar: Ari sýslumaður Þorkelsson í Haga og kona hans Ástríður Þorleifsdóttir í Haga, Magnússonar, Tekinn í Skálholtsskóla 1702, varð stúdent 1706, fór utan 1708, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 3. dec. s.á., tók guðfræðapróf 17. mars 1710, með 1. einkunn, varð rektor í Skálholti 12. apr. s. á. Átti deilur við Odd lögmann Sigurðsson. Fekk Breiðabólstað í Fljótshlíð 7. jan. 1718, vígðist s. á., og hélt til æviloka. Var prófastur í Rangárþingi frá 1720 til æviloka. Var í röð fyrirklerka, enda veitti Jón byskup Vídalín honum umboð 23. júlí 1720 til að visitera í Skálholtsbyskupsdæmi og að gegna officialisstörfum, meðan hann ynni að lagaverkinu, og hugði byskup að fá hann gerðan að varabyskupi. Var í Kh. veturinn 1720–1 og vildi fá Skálholtsbyskupsdæmi, en það tókst ekki, þótt hann hefði stuðning Rabens stiftamtmanns. Telur góð heimild (Grunnavíkur-Jón), að Árni Magnússon hafi spyrnt þar fæti fyrir. Var skipaður í dómnefnd í Schwartzkopfsmálinu 17. maí 1725. Drukknaði í Markarfljóti, ókv. og bl., stórskuldugur (HÞ. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.