Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorleifur (Jón) Bjarnason

(7. dec. 1863–18. okt. 1935)

Yfirkennari.

Foreldrar: Hákon kaupmaður í Bíldudal Bjarnason (prests á Söndum, Gíslasonar) og kona hans Jóhanna Kristín Þorleifsdóttir prests í Hvammi í Hvammssveit, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1878, varð stúdent 1884, með 1. einkunn (84 st.). Tók embættispróf í málfræði í háskólanum í Kh. 1891 (með 2. einkunn). Kom til Reykjavíkur 1892 og tók þegar að sinna kennslu, var stundakennari í Reykjavíkurskóla 1893–5, settur adjunkt það ár, fekk embættið 1896, yfirkennari þar frá 1919 til æviloka (settur rektor 1928–9). Ritstörf: Mannkynssaga handa unglingum, Rv. 1905 (endurpr. þrívegis síðar); Fornaldarsaga, Rv. 1916; (með Bjarna Jónssyni frá Vogi): Dönsk lestrarbók, Rv. 1905 (tvívegis síðar endurpr.); (með Árna Pálssyni): Miðaldasaga, Rv. 1925; (með Jóhannesi Sigfússyni): Mannkynssaga I-II, Rv. 1926–31; sá (með öðrum) um Útsýn, Kh. 1892; Bréf Jóns Sigurðssonar, Rv. 1911, Íslandssögu Jóns Aðils, 2. pr. 1923. Sá einn um: Homer: Úrvalsþættir, Rv. 1915; Bréf Jóns Sigurðssonar, Rv. 1933. Greinir í Tímariti bmf. 1902, Andvara 1914.

Kona 1 (1899): Dr. Adelina Rittershaus (svissnesk); þau slitu samvistir. Dóttir þeirra: Ingibjörg málari átti þýzkan mann, Stein, og nefndi sig Stein-Bjarnason.

Kona 2 (1911): Sigrún Ísleifsdóttir prests í Arnarbæli, Gíslasonar, ekkja Björns augnlæknis Ólafssonar. Synir þeirra Þorleifs, sem upp komust: Leifur hagfræðingur, Ingi veræzlunarfulltrúi (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.