Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Þórðarson

(– – 1693)

Prestur.

Foreldrar: Þórður Grímsson að Skörðum í Reykjahverfi (áður bryti að Hólum) og kona hans Þórdís Þorkelsdóttir. Vígðist 10. okt. 1669 aðstoðarprestur síra Skúla Þorlákssonar á Grenjaðarstöðum; skyldi þjóna Þverárkirkju í Laxárdal, er um hríð hafði fylgt Helgastöðum. Fekk Þönglabakka 1683 og hélt til æviloka, fórst í snjóflóði á leið frá Flateyjarkirkju skömmu eftir nýár 1693.

Kona: Björg (48 ára 1703) Árnadóttir í Haga í Reykjadal, Björnssonar.

Börn þeirra: Björn á Eyri í Fjörðum, Þórður í Vík í Flateyjardal, Sigríður átti síra Guðmund Jónsson í Grundarþingum, Þuríður átti Bjarna Indriðason á Draflastöðum, Flóventssonar, Þorkell (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.