Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Þórðarson

(um 1714–23. apr. 1778)

Ráðsmaður, stúdent.

Foreldrar: Þórður hreppstjóri (,Bréfa-Þórður“) að Möðrufelli Pálsson (Benediktssonar, Magnússonar prests og skálds að Laufási) og kona hans Guðfinna Erlendsdóttir.

Lærði í Hólaskóla, varð stúdent 16. mars 1737. Varð s. á. djákn á Reynistað og í þjónustu Odds alþingisskrifara Magnússonar á Reynistað, síðan Skúla sýslumanns Magnússonar (síðar fógeta) og ráðsmaður hjá honum á Ökrum, Hólaráðsmaður hjá Halldóri byskupi Brynjólfssyni til 1751, síðan aftur 1753–60, hafði auk þess Svínadalsumboð Hólastóls frá 1741. Bjó fyrst í Geldingaholti, síðar í Miklabæ í Óslandshlíð a.m.k. 1765–6.

Skúli fógeti kvaddi hann 1766 til að vera ráðsmaður iðnaðarstofnananna, en Arv Gudmansen lét vísa honum frá því starfi 1767. Andaðist í Hólakoti í Rv. úr öngviti. Hann hafði misst djáknastarfið á Reynistað fyrir of bráða barneign með konu sinni, fekk uppreisn 20. dec. 1748 (og 31. jan. 1749 hvort tveggja sama brotið), en virðist þó ekki hafa hugsað til prestskapar.

Kona: Guðrún Erlendsdóttir (f. um 1713).

Börn þeirra voru: Guðfinna, Jón á Þiljuvöllum (var um tíma í Hólaskóla), Þuríður, Þórður (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.