Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Þorsteinsson

(um 1692–9. maí 1723)

Prestur,

Foreldrar: Þorsteinn Þórðarson á Fallandastöðum og kona hans Þuríður Jónsdóttir. Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1713, var síðan í þjónustu Páls lögmanns Vídalíns (og einnig á sumrum á skólaárum sínum), fekk Fagranes 1717, vígðist 4. apr. s.á. og hélt til æviloka, drukknaði á heimleið frá Ingveldarstöðum.

Kona (1718). Þorbjörg (f. 1694) Jónsdóttir bónda í Húnavatnsþingi, Jannessonar.

Börn þeirra voru: Jón dó 19 vetra gamall, Guðrún átti fyrr síra Þorvald aðstoðarprest Sörensson á Breiðabólstað í Vesturhópi, varð síðar fyrsta kona síra Bjarna Jónssonar að Mælifelli.

Þorbjörg ekkja síra Þorkels átti síðar síra Jón Sigurðsson að Kvíabekk (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.