Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Þorláksson

(21. maí 1869–24. nóv. 1946)

. Stjórnarráðsritari. Foreldrar: Þorlákur Þorkelsson í Nýjabæ og Bakka á Seltjarnarnesi og kona hans Þórunn Sigurðardóttir gullsm. á Setbergi, Benediktssonar. Var skrifari í skrifstofu bæjarfógeta í Rv. 1885–86, í skrifstofu amtmanns í Suður- og Vesturamti 1886–1903, í Stjórnarráðinu (atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti) frá 1. febrúar 1904; aðstoðarmaður þar 1. júní 1927. Fekk lausn 1. júní 1939.

Reikningshaldari og féhirðir dómkirkjunnar í Rv. 1897– 1913; gjaldkeri holdsveikraspítalans í Laugarnesi 1902–32.

Einn af stofnendum fyrstu guðspekistúku á Íslandi; vann einnig að bindindismálum. R. af fálk. 1933. Ókv., bl. (B.7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.