Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Þorgrímsson, krafla, Vatnsdælagoði

(10. og 11. öld)

Launsonur Þorgríms Kornsárgoða, Hallormssonar (og Þórdísar Ingimundardóttur gamla að Hofi í Vatnsdal), með Nereiði, er var frilla hans (systir? Sigurðar Hlöðvissonar Orkneyjajarls). Lét faðir hans, að áeggjan konu sinnar, bera hann út nýfæddan, en frændur hans, Ingimundarsynir, burgu honum. Var einn hinn helzti þeirra frænda, Vatnsdæla, er komnir voru af Ingimundi gamla, og er af þeim sérstök saga (Vatnsd.; Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.