Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Þorgrímsson

(– – 30. maí 1769)

Stúdent.

Foreldrar: Þorgrímur sýslumaður Sigurðsson í Hjarðarholti og kona hans Ragnhildur Hannesdóttir prests í Reykholti, Halldórssonar. Varð stúdent úr Helsingjaeyraskóla, skráður í tölu stúdenta í háskólanum í Kh. 5. jan. 1766, varð baccalaureus 12. maí 1767, með 1. einkunn, lagði stund á lög, þótt ekki tæki próf, fekk 2. maí 1769 vonarbréf fyrir Mýrasýslu eftir föður sinn og var settur honum til aðstoðar. Andaðist í Kh., ókv. og bl. (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.