Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Ólafsson

(– – 1605)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur (föðurnafn ekki greint) og kona hans Guðríður Benediktsdóttir á Möðruvöllum í Eyjafirði, Grímssonar. Kemur fyrst við skjöl 1547 og er þá orðinn prestur. Hélt síðar Goðdali um 47 ár, er orðinn prestur þar eigi síðar en 1556.

Kona: Arnfríður Stígsdóttir (Gíslasonar?). Dóttir þeirra (samkvæmt skiptaúrskurði 9. okt. 1595): Guðrún (enn á lífi 1656). Dóttir síra Þorkels hefir og heitið Solveig og búið í Villinganesi (gaf hann henni það). Sumir telja síra Jón í Fagranesi son hans (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.