Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Árnason

(– – 1707)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Þorvarðsson á Þingvöllum og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir prests í Görðum á Álptanesi, Arngrímssonar. Lærði í Skálholtsskóla. Fór utan 1697 (með Jóni móðurbróður sínum Vídalín, er hann sigldi til vígslu), skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 23. ág. s.á., kom aftur til landsins 1698, með góðum vitnisburðum kennara sinna.

Var síðan með föður sínum eða í Skálholti. Fekk vonarbréf fyrir Breiðabólstað í Fljótshlíð 16. maí 1702. Jón byskup Vídalín vildi láta hann fá Þingvöll eftir lát föður hans, en það strandaði á amtmanni. Vígðist 29. sept. 1703 kirkjuprestur að Skálholti, fór að Breiðabólstað veturinn 1707 aðstoðarprestur síra Jóns Torfasonar, í veikindum hans, andaðist í bólunni miklu, ókv. og bl. Var skáldmæltur, sjá Lbs. (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.