Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorkell Árnason
(23. apr. 1789 [1790, Vita] – 17. jan. 1836)
Prestur.
Foreldrar: Árni Þórðarson í Böðvarsnesi og kona hans Þuríður Þorláksdóttir (Björnssonar prests á Hjaltabakka, Þorlákssonar). F. að Bægisá, Lærði hjá ýmsum, var tekinn í Bessastaðaskóla 1809, varð stúdent 1813, með meðalvitnisburði. Var 1 ár skrifari hjá Páli sýslumanni Guðmundssyni á Hallfreðarstöðum. Lagt var fyrir hann 1817 að taka við Stöð, vígðist 3. ág. s. á., fekk Stafafell 2. maí 1833, í skiptum við síra Jón Einarsson, og hélt til æviloka.
Kona: Helga Hjörleifsdóttir prests á Hjaltastöðum, Þorsteinssonar.
Börn þeirra voru: Margrét átti Vigfús Guttormsson á Arnheiðarstöðum, Bergljót átti Björn trésmið að Brekkuborg í Breiðdal Snorrason (prests í Heydölum, Brynjólfssonar), Hjörleifur á Selsstöðum í Seyðisfirði, Benedikt að Höfða, Árni, Þuríður. Helga ekkja síra Þorkels átti síðar Sigurð hreppstjóra Sveinsson í Vík í Lóni (Bessastsk.; Vitæ ord.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Árni Þórðarson í Böðvarsnesi og kona hans Þuríður Þorláksdóttir (Björnssonar prests á Hjaltabakka, Þorlákssonar). F. að Bægisá, Lærði hjá ýmsum, var tekinn í Bessastaðaskóla 1809, varð stúdent 1813, með meðalvitnisburði. Var 1 ár skrifari hjá Páli sýslumanni Guðmundssyni á Hallfreðarstöðum. Lagt var fyrir hann 1817 að taka við Stöð, vígðist 3. ág. s. á., fekk Stafafell 2. maí 1833, í skiptum við síra Jón Einarsson, og hélt til æviloka.
Kona: Helga Hjörleifsdóttir prests á Hjaltastöðum, Þorsteinssonar.
Börn þeirra voru: Margrét átti Vigfús Guttormsson á Arnheiðarstöðum, Bergljót átti Björn trésmið að Brekkuborg í Breiðdal Snorrason (prests í Heydölum, Brynjólfssonar), Hjörleifur á Selsstöðum í Seyðisfirði, Benedikt að Höfða, Árni, Þuríður. Helga ekkja síra Þorkels átti síðar Sigurð hreppstjóra Sveinsson í Vík í Lóni (Bessastsk.; Vitæ ord.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.