Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Árnason

(16. og 17. öld)

Prestur. Er orðinn prestur eigi síðar en 1587 og hefir þá haldið Hof í Álptafirði, fekk Kálfafellsstað 1592, en Meðallandsþing 1597, bjó að Skarði; virðist hafa misst það prestakall 1602, og þó hafa fengið leyfi til að þjóna Skálarsókn.

Hefir 1610 ætlað sér að flytjast frá Skarði. Virðist enn á lífi 1612. Eftir vitnisburðum 1641 hefir hann andazt í Meðallandi (HÞ).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.