Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Oddsson

(um 1678– í nóv. 1734)

Prestur. Foreldrar; Síra Oddur eldri Eyjólfsson í Holti undir Eyjafjöllum og kona hans Hildur Þorsteinsdóttir prests sst., Jónssonar. Hefir lært í Skálholtsskóla, er talinn 1703 í Holti 25 ára, „studiosus“.

Fekk 30. dec. 1702 vonarbréf fyrir Gaulverjabæ, hlaut það prestakall 1706 og hélt til æviloka. Hann átti deilur (um prestskyldu) við Guðmund Jasonsson West 1710–12 og síðar (1724–6) við Þórdísi Markúsdóttur (,Stokkseyrar-Dísu“), um messuskrúða og lykil að Stokkseyrarkirkju.

Kona 1: Kristín (f, um 1684, d. 1707) Þorvaldsdóttir prests í Stóra Dal undir Eyjafjöllum, Björnssonar; þau bl.

Kona 2: Guðrún (f , um 1683) Jóhannsdóttir prests í Laugardælum, Þórðarsonar; þau einnig bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.