Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Magnússon

(um 1753–1806)

Trúboði, verzlunarstjóri.

Foreldrar: Síra Magnús Þórhallason í Villingaholti og kona hans Guðrún Hákonardóttir í Haga, Magnússonar.

Fór utan til náms 1767, var ekki stúdent. Var trúboði eða barnafræðari í Godthaab á Grænlandi 1768–83, kom til Íslands 1784. Varð verzlunarstjóri í Grindavík 1789, fekk borgarabréf 19. júní s.á. Stundaði síðast barnafræðslu í Reykjavík.

Kona: Sigríður Tómasdóttir (systir síra Árna að Bægisá); þau bl. (HÞ; Blanda V).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.