Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Jónsson

(1765 – 28. dec. 1820)
. Skipasmiður, hreppstjóri. Foreldrar: Jón í Mundakoti á Eyrarbakka Pálsson (á Selfossi og Hæringsstöðum, Jónssonar á Skipum, Guðmundssonar á Baugsstöðum, Jónssonar) og kona hans Ingveldur Lárusdóttir í Mundakoti, Þorvaldssonar. Bóndi á Stóru-Háeyri 1802–12 og síðan á eignarjörð sinni, Gamla-Hrauni, til æviloka. Hreppstjóri í Stokkseyrarhreppi 1803 – 1810 og gegndi fleiri trúnaðarstörfum, duglegur skipasmiður, gerðist efnaður vel og keypti jarðir. Kona: Valgerður Aradóttir í Neistakoti á Eyrarbakka, Magnússonar í Salthól, Torfasonar. Börn þeirra, sem upp komust: Ólöf átti Jón bónda Jónsson í Óseyrarnesi, Símon smiður á Gamla-Hrauni, Árni á Stéttum og Jón halti smiður á Gamla-Hrauni, síðast arfsalsmaður í Óseyrarnesi. Afkomendur „Þorkels nefnast Gamla-Hraunsætt (Bergsætt, 368–72; Blanda VIII, 156–60, framætt Þorkels loks rétt rakin hér) (G.J.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.