Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Guðmundsson

(– – 9. nóv. 1662)

Sýslumaður.

Foreldrar: Guðmundur sýslumaður Hákonarson á Þingeyrum og kona hans Halldóra Aradóttir sýslumanns í Ögri, Magnússonar, Fekk vonarbréf fyrir Húnavatnssýslu og Þingeyraklaustri 10. mars 1644. Setti fyrst bú að Stóru Borg 1648. Fekk Borgarfjarðarsýslu 1652, tók Húnavatnsþing og Þingeyraklaustur 1659, við lát föður síns, sleppti hálfri sýslunni 1660 við Björn mág sinn Magnússon. Andaðist á Þingeyrum. Auðmaður mikill.

Kona (1647). Solveig (d. 1710, 79 ára, talin 76 ára í manntali 1703) Magnúsdóttir lögmanns að Munkaþverá, Björnssonar.

Börn þeirra: Hákon í Tungu í Vatnsdal, bl., Ari sýslumaður í Haga, Guðmundur d. ókv. 27 ára (átti 3 launbörn), Ingibjörg átti Magnús Benediktsson að Hólum í Eyjafirði. Laundóttir Þorkels sýslumanns (líkl.): Sigríður átti Einar Guðmundsson á Hafsstöðum á Skagaströnd (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.