Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Guðbjartsson

(– – 1483)

Prestur, officialis.

Foreldrar: Guðbjartur prestur Ásgrímsson að Laufási og Þorbjörg Þorsteinsdóttir. Það er að ráða af góðum heimildum, að hann hafi stundað nám víða í útlöndum. Varð ráðsmaður Hólastóls 1423, hélt Múla 1423–30, Grenjaðarstaði 1430–40, Helgastaði 1440–9, Laufás 1449–83, prófastur í Þingeyjarþingi, nefndur officialis 1423 og 1432–6. Kemur mjög við skjöl, einna fyrirferðarmestur klerkur á sinni tíð, átti deilur við ýmsa (einkum síra Jón Maríuskáld Pálsson, jafnvel við Jón byskup Vilhjálmsson stutta stund, en ella fór mjög vel með þeim. Varð auðmaður. Til erfða eftir hann voru skilgetnir synir þriggja sona hans, Jóns(langs? ) á Þverá í Laxárdal, Ásgríms og Magnúsar sýslumanns í Rauðaskriðu. Móðir Magnúsar mun hafa verið Þórdís Sigurðardóttir á Svalbarði, Björnssonar, en móðerni hinna, sem voru töluvert eldri en Magnús, er ekki kunnugt. Dóttir síra Þorkels og Valgerðar Magnúsdóttur var Guðrún, sem átti Eyjólf Böðvarsson úr Fljótum (Dipl. Ísl.; Isl. Ann.; BB. Sýsl.; J. Þork. Ævis. Magnúsar prúða; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.